Víkurbraut 46 - Grindavík

Opinn fundur með nýrri forystu

Samfylkingin í Grindavík boðar til opins fundar þriðjudaginn 22. nóvember kl. 20:00. Fundurinn fer fram í sal Verkalýðsfélags Grindvíkur á Víkurbraut 46.

Gestir okkar eru nýja forystan í Samfylkingunni, Kristrún Frostadóttir formaður og Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður. Þau koma til skrafs og ráðagerða og til að svara spurningum Grindvíkinga.

Nýja forystan byrjar sannarlega á réttum stað því að það er ljóst að jafnaðarmenn eiga mikil sóknarfæri hér í Grindavík.

Öll hjartanlega velkomin!