Bókasamlagið - Skipholt 19, 105 Reykjavík

Staða heimilislausra á Íslandi

Sameiginlegur súpufundur landsmálafélaganna Rósarinnar, Þjóðvaka og Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur laugardaginn 05. nóv. klukkan 12:00 í Bókasamlaginu Skipholti 19, 105 rvk.
Það kostar ekkert að mæta og taka þátt en gert ráð fyrir að þeir sem mæti, kaupi súpu og kaffi!

Umræðuefnið verður um heimilisleysi, neyðarskýlin, smáhýsin og þörfina á dagsetri fyrir heimilislausa.

Við fáum Heiðu Björg Hilmisdóttur formann Velferðarráðs Reykjavíkur og við stefnum á að fá fulltrúa þeirra sem starfa við málaflokkin og þjónustuþega neyðarskýla.