Þverholt 3 - Mosfellsbær

Aðventusamvera og fögnuður

Samfylkingin í Mosfellsbæ býður til aðventusamveru í aðdraganda jóla.

Rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir koma og lesa út bókum sínum, kvennakórinn Stöllurnar flytja ljúfa jólatóna og formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir flytur ópólitíska jólahugvekju.


Eins langar okkur að halda upp á það að þennan dag eru 10 ár síðan Samfylkingin í Mosfellsbæ eignaðist félagsaðstöðuna sína í Þverholtinu og hélt opnunarboð. Þá var lokið við að taka húsnæðið í gegn á árinu og tími til að halda upp á það líka


Öll velkomin og endilega takið með ykkur gesti.