Jólagleði Samfylkingarfélaganna í Reykjavík
Verið velkomin í safnaðarheimili Áskirkju fimmtudagskvöldið 8. desember kl. 20 - 23, á jólagleði Samfylkingarfélaganna í Reykjavík. Rithöfundarnir Stefán Jón Hafstein og Elísabet Jökulsdóttir koma og lesa upp úr bókum sínum. María Magnúsdóttir og Sigurjón Alexandersson flytja ljúfa jólatóna og Dj Jake Tries þeytir helstu jólaskífunum.
Jólaglögg, piparkökur, léttar veitingar og annað jólagóðgæti á boðstólnum. Við vonumst til að sjá sem flest í hátíðarskapi.
Jólakveðjur,
Samfylkingarfélagið í Reykjavík, Alþýðflokksfélagið í Reykjavík , Þjóðvaki, Rósin og Félag frjálslyndra jafnaðarmanna