Strandgata 43 - Hafnarfjörður

Húsnæðismál með Degi B. Eggertssyni

Dagur, Reykjavík, borgarstjóri

Samfylkingin í Hafnarfirði býður til opins félagsfundar um húsnæðismál mánudaginn 30. janúar kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Samfylkingarhúsinu í Hafnarfirði að Strandgötu 43.

Á fundinum fáum við heldur betur til okkar góðan gest en hann Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík ætlar að kíkja í heimsókn. Dagur ætlar að segja okkur frá ný undirrituðu samkomulagi Reykjavíkurborgar við ríkið um aukið framboð í íbúðarhúsnæði í Reykjavík.

Það verður kaffi og kruðerí á boðstólum.

Það eru öll velkomin og við hlökkum til að taka á móti ykkur!