Aldamót bar, Kirkjutorg 4 101 Reykjavík

Bjór með borgarfulltrúa - Hjálmar

Á föstudaginn 17. febrúar verður Bjór með borgarfulltrúa haldinn af Hallveigu í fyrsta skipti í ár. Við hittumst á Aldamótum kl 18 og tökum spjallið við Hjálmar Sveinsson, sem er meðal annars fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. Hjálmar hefur beitt sér fyrir- og fagnað mörgum sigrum þegar kemur að þéttari og mannvænni byggð, betri hjólastígum, göngugötum og hægari bílaumferð.

Hjálmar vill gera Reykjavík að borg þar sem vistvænar samgöngur eru á heimsmælikvarða. 

Kíktu með í bjór og spjall! Þetta er fullkomin byrjun á kvöldinu - fyrsti bjórinn þinn er í boði Hallveigar!