Húsnæðismál - Með Degi B. Eggertssyni
Samfylkingin í Kópavogi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnesi, bjóða til opins fundar um húsnæðismál miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20:00.
Fundurinn verður haldinn hjá Siglingafélaginu Ými að Naustavör 14, Kópavogi.
Á fundinum fáum við heldur betur til okkar góðan gest. Hann Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík ætlar að kíkja í heimsókn. Dagur ætlar að segja okkur frá ný undirrituðu samkomulagi Reykjavíkurborgar við ríkið um aukið framboð af íbúðarhúsnæði í Reykjavík.
Þetta er fundur sem á við um allt höfuðborgarsvæðið því það er viðbúið að önnur sveitarfélög á suðvestur horninu muni fylgja á eftir.
Það verður kaffi og kruðerí á boðstólum.
Það eru öll velkomin og við hlökkum til að taka á móti ykkur!