Kaffi Krókur

Samfylkingin í Skagafirði: opinn fundur

Verið öll hjartanlega velkomin á opinn fund á Kaffi Krók á Sauðárkróki þriðjudaginn 14. febrúar kl. 20:00.

Logi Einarsson, Helga Vala Helgadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir ætla að ræða stjórnmálin og allt það sem brennur á fólki.

Samfylkingin mun í kjördæmavikunni heimsækja 15 staði í Norðvesturkjördæmi og sækja heim 30 vinnustaði og 8 verkalýðsfélög.

Heitt á könnunni og með því.

Hlökkum til að sjá sem flest!