Sóltún 26,105 Reykjavík

Spjallkaffi 60+

Samfylkingin,

Við ætlum að hafa spjallkaffi miðvikudaginn 1. febrúar kl. 10 - 12 í sal Samfylkingarinnar í Sóltúni 26.

Gestur okkar að þessu sinni verður Oddný Harðardóttir, hún ætlar að ræða við okkur um störf atvinnuveganefndar Alþingis. Nefndin fjallar m.a. um sjávarútvegsmál og Oddný segir okkur frá bráðabirgðatillögum matvælaráðuneytisins í stefnumótun um sjárvarútveg. 

Það verður heitt á könnunni og eitthvað með því. 
Verið velkomin.

Bestu kveðjur, 
stjórn 60+ í Reykjavík.