Siglingaklúbburinn Ýmir, Naustavör - Kópavogi

Efnahagsstaðan í samfélaginu

Samfylkingin í Kópavogi  býður á opinn fund miðvikudaginn 29. mars kl. 20:00 í Siglingaklúbbi Ýmis við Naustavör. Umræðuefni fundarins er efnahagsstaðan í samfélaginu, m.t.t. verðbólgu, vaxtahækkanna, ríkisfjármála og kjarasamninga. Frummælendur verða Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður, Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri og Kristján Þórður Snæbjörnsson forseti ASÍ.