Eyrarvegur 15, Selfoss

Aðalfundur í Árborg og nágrenni

Samfylkingin í Árborg og nágrenni boðar til aðalfundar, laugardag 15. apríl kl 11:00 í húsnæði félagsins að Eyravegi 15 á Selfossi.

Mistök urðu við boðun aðalfundar sem halda átti 25. mars s.l. Samþykkti félagsfundurinn sem þá var haldinn að fela stjórn félagsins að leita samstarfs við önnur félög Samfylkingarinnar á Suðurlandi um sameiningu í eitt félag og að boða til nýs aðalfundar 15. apríl n.k.

Á dagskrá verður:

1. Skýrsla stjórnar og reikningar ársins 2022 kynnt og borin upp til samþykktar.

2. Tillaga um stækkun starfssvæðis félagsins og nýtt nafn þess borin upp til umræðu og atkvæðagreiðslu.

3. Lagabreytingar, ef fyrrnefnd tillaga verður samþykkt.

4. Kjör formanns, stjórnar og skoðunarmanna.

5. Önnur mál.

Vakin er athygli á að laugardag 22. apríl n.k. verður opinn fundur Kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi haldinn á Selfossi og að snemma í maí verður fundur í um málefni aldraða og heilbrigðiskerfisins. Þessir fundir verða kynntir þegar nær dregur.