Samfylkingarsalnum Selfossi, Eyrarvegi 15

Opinn fundur: Auðlindir til lands og sjávar

Opinn fundur kjördæmisráðs í Suðurkjördæmi verður haldinn í Samfylkingarsalnum á Selfossi, Eyrarvegi 15, laugardaginn 22. apríl 2023 kl: 12:00.

Dagskrá

  1. Formaður setur fund, kosning fundarstjóra og ritara.
  2. Erindi fulltrúa kjördæmisins og umræður.
  • Eggert Valur Guðmundsson, sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi ytra, ræðir vind og nýtingu vatnsorku innan sveitarfélaga.
  • Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogunum, segir frá Suðurnesjalínu.
  • Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður kjördæmisins, fjallar um sjávarauðlindirnar.
  1. Ályktun kjördæmisráðs.
  2. Fundarslit áætluð um 14:30.

Súpa og brauð í upphafi fundar. Að fundi loknum er boðið í óvissuferð.