Hallveigarstígur 1,

Stjórnmálaskóli UJ 2023

Stjórnmálaskóli Ungs jafnaðarfólks verður haldinn á Hallveigarstíg 1, laugardaginn 22. apríl. Dagskráin hefst kl. 12:30 og lýkur kl. 16:30, en þá ætlum við að fá okkur kokteila í boði UJ og skála við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar. 

Ef þú ert forvitin/n/ð um jafnaðarstefnuna, Ungt jafnaðarfólk, Samfylkinguna eða verkalýðshreyfinguna er Stjórnmálaskóli UJ fyrir þig. Öll eru velkomin á aldrinum 16-35 ára. Við lofum fróðleik og góðri skemmtun! 

Skráðu þig hér að neðan!
Stjórnmálaskólinn er frír og léttar veitingar verða í boði. Athugið að hægt er að sækja um niðurgreiðslu ferðakostnaðar – sendið okkur skilaboð.

Skráning hér!

Dagskrá Stjórnmálaskóla UJ 2023:

12:30 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar
Hvað er jafnaðarstefna? Og hvað er árangur í pólitík?

13:00 Arnór Benónýsson, forseti Ungs jafnaðarfólks
Hvað er UJ? Af hverju skiptir UJ máli?

13:20 Ólafur Kjaran Árnason, ráðgjafi
Hvernig á að vinna kosningar? En prófkjör?

13:50 Kaffipása og rölt niður á Alþingi.

14:20 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar tekur á móti hópnum, röltir með okkur um Alþingi og segir frá starfinu þar. Eigum létt spjall um pólitík dagsins.

15:15 Aldís Mjöll Geirsdóttir, starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar
Hvernig nær maður í gegn á samfélagsmiðlum?

15:45 Margrét Halldóra Arnarsdóttir, formaður IÐN-UNG og Félags fagkvenna
Árangursrík verkalýðsbarátta – og hvernig tek ég þátt?

16:30 Kokteill með Kristrúnu Frostadóttur og létt spjall!