Kornhlaðan, Bankastræti 2 - 101 Reykjavík

Verkalýðskaffi og kleinur hjá Samfylkingunni

1. maí í 100 ár.

Dagskrá hefst um kl. 15 – húsið opið frá um 14.30 – verið velkomin !

Verkalýðskaffi og kleinur hjá Samfylkingunni, eftir 1. maí-göngu og fund á Ingólfstorgi – allir velkomnir á Kornhlöðuloftið og í portið neðst í Bankastræti

 Ræðumenn í portinu verða Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður SffR, er fundarstjóri.

Á Kornhlöðuloftinu eru í boði kaffi og kökur. Þar flytja stutt ávörp þær Agnieszka Ewa Ziółkowska, varaformaður Eflingar og fulltrúi í verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar, Sabine Leskopf, borgarfulltrúi, og Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður. Síðast en eki síst rimsíramsar Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður.

Alþýðutónlist af hljómplötum flytur DJ Andrea, rokkamma

Dagskrá hefst um kl. 15 – húsið opið frá um 14.30 – verið velkomin !

Til hamingju með daginn – baráttukveðjur – verið velkomin!

Samfylkingarfélagið í Reykjavík og verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar