Vöfflukaffi með Kristrúnu

Nú bíður sumarið okkar, og því vert að ljúka vetrastarfi og njóta sólar og frítíma saman.
Við í Samfylkingafélaginu í RVK ætlum því að enda starfið okkar þennan veturinn á vöfflukaffi þann 24 júní n.k. frá kl 11:00 til 13:00 á Hallveigarstíg 1.
Ásamt því að bjóða upp á vöfflur og tilheyrandi mun Kristrún formaður flokksins okkar heiðra okkur með nærveru sinni og spjalla við þá sem okkur vilja hitta.
Við í SffR vonumst til að hitta ykkur sem flest.