Strandgata 43

Gönguferð um Hafnarfjörð 60+ á höfuðborgarsvæðinu

Vetrarstarf 60+ í Hafnarfirði og Reykjavík hefst næsta miðvikudag þann 30. ágúst með gönguferð. 

Við hittumst kl.13 við Samfylkingarhúsið við Strandgötu 43 í Hafnarfirði og göngum undir leiðsögn Lovísu Christiansen um bæinn. Klukkan 14 verðum við komin aftur í Samfylkingarhúsið og þar mun formaður flokksins Kristrún Frostadóttir hitta okkur og ræða pólitíkina.

Einnig munum við ræða flokksstjórnarfundinn sem haldinn verður á Akureyri 14. október. En það fer rúta frá Reykjavík snemma morguns 14. október, fundurinn hefst upp úr hádegi í Hofi og svo verður gleði og kvöldverður. 60+ mun reyna að aðstoða við að finna gistingu og þið getið skráð ykkur á þann lista hjá okkur á miðvikudaginn 30. ágúst. 

Allir félagar 60+ annars staðar af landinu eru hjartanlega velkomnir