Eyrarvegur 15, Selfossi

Aðalfundur Suðurkjördæmis

Aðalfundur Suðurkjördæmis verður haldinn 30. september 2023 í húsnæði Samfylkingarinnar á Selfossi. Fundurinn hefst kl: 11:00, gestir geta einnig verið í fjarfundi, hlekkur hér fyrir neðan. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarastörf. Gestir fundarins eru Eva Bjarnadóttir satarfsmaður Unicef á Íslandi og Guðný Birna hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar

2. Skýrsla gjaldkera og ársreikningur fyrir næstliðið starfstímabil

3. Lagabreytingar, ef einhverjar eru

4. Skýrsla þingmanns kjördæmisins

5. Yfirlit um starfsemi aðildarfélaga

6. Kjör stjórnarmanna og varamanna þeirra

7. Kjör valnefndar og skoðunarmanna reikninga

8. Önnur mál

Kjósa skal 5 manna stjórn til tveggja ára í senn og jafnmarga til vara. Þar af skulu formaður ráðsins, varaformaður og gjaldkeri kjörnir sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Kjósa skal 3 fulltrúa í skoðunarnefnd sem jafnframt eru skoðunarmenn reikninga og 3 fulltrúa í valnefnd. Valnefnd sér til að nægur fjöldi fulltrúa verði í kjöri í þær trúnaðarstöður sem kosið er til á fundum kjördæmisráðs, eða gerir tillögur þar um.

Félagsmenn sem vilja gefa kost á sér til trúnaðarstarfa kjördæmisins er bent á að senda tilnefningu sína til eftirfarandi stjórnarliða, Jónínu Holm á netfangið [email protected] og Auði Sigurðardóttur á netfangið [email protected].

Fjarfundahlekkur: https://us06web.zoom.us/j/89624899323

Meeting ID: 896 2489 9323