Anddyri Perlunnar

Haustganga um Öskjuhlíð

Við í SffR hefjum vetrarstarfið okkar á skemmtilegri haustgöngu um Öskjuhlíðina á laugardaginn kemur 9. september.

Öll við sem búum í Reykjavík og höfum notið útiveru í hlíðinni góðu vitum hversu spennandi hún getur verið fyrir þau yngstu á meðan hún þjónar okkur sem eldri eru fyrir útiveru og samneyti við náttúruna.

Því gæti verið gott að fá kynningu á því sem mögulega gæti breytt náttúrulegu útliti Öskjuhlíðar. Þess vegna höfum við í SffR fengið hann Birki Ingibjartsson arkitekt, varaborgarfulltrúa og varamann í umhverfis- og skipulagsráði til þess að fræða okkur um þær breytingar sem verið er að skoða og eins hvernig við gætum séð Skerjafjörðinn þróast.

Við ætlum því að hefja gönguna við anddyri Perlunnar kl. 11:00 laugardaginn 9. september. Förum þaðan upp á útsýnispallinn á 4. hæð og fáum kynningu á því sem þar má sjá. Þaðan munum við því næst ganga niður Öskjuhlíðina, í gegnum þá staði sem mögulegar breytingar kunna að verða og endum svo í kaffi og kleinum í Bragganum. 

Ferðalagi okkar um Öskjuhlíð og nágrenni ætti að vera lokið um kl. 13:00.

Hér er skemmtilegt tækifæri til að taka alla með, þau yngstu líka, til að kynna sér og læra meira um Öskjuhlíðina.