Hallveigarstígur 1, 101 Reykjavík

Landsþing UJ 2023

Landsþing Ungs jafnaðarfólks fer fram laugardaginn 23. september í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík.

Öll sem skráð eru í UJ eru velkomin á landsþingið og við hvetjum sérstaklega þau sem hafa áhuga á starfi Ungs jafnaðarfólks til að skrá sig fyrir þingið. Skráning í UJ fer fram hér https://xs.is/takathatt

Skráning á landsþingið fer fram í þessum hlekk https://forms.gle/1dGkvCprL4CjunaN9

Skráningarfrestur rennur út þriðjudaginn 19. september kl. 23:59 og hvetjum við því öll til að skrá sig sem fyrst.

Dagskrá Landsþings UJ 2023

13:00-13:30: Afhending þinggagna
13:30: Setning landsþings.
13:45: Samþykkt fundarskapa.
13:50: Kosning starfsfólks landsþings (fundarstjóri og þingritarar)
14:00: Skýrsla stjórnar og umræður.
14:30:  „Jói í hitasætinu“  Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar mætir í spjall um þingstörfin, nýju strategíuna í flokknum og þingmálin sín
15:00: Skýrsla gjaldkera, framlagning og umræður um reikninga.
15:30: Umræða og afgreiðsla ályktana.
16:00: Lagabreytingar.
16:15: Kosningar í embætti í eftirfarandi röð:
- Kosning forseta (til tveggja ára).
- Kosning framhaldsskólafulltrúa í miðstjórn og framkvæmdastjórn.
- Kosning eins meðstjórnanda í framkvæmdastjórn (til eins árs).
- Kosning þriggja meðstjórnenda í framkvæmdastjórn (til tveggja ára).
- Kosning tólf miðstjórnarfulltrúa og fjögurra til sex varamanna í miðstjórn (til eins árs).
- Kosning tveggja endurskoðenda reikninga (til eins árs).
17:15: Önnur mál.
17:30: Félagshyggjuverðlaun UJ 2023.
17:45: Þingslit og hátíðarræða.
18:00-19:00: Gleðistund að þingslitum loknum

Ályktanir og lagabreytingartillögur skulu sendar á [email protected] fyrir kl. 23:59 mánudaginn 18. september 2023.

Kosið verður skv. lögum um forseta Ungs jafnaðarfólks, um þrjá meðstjórnendur í framkvæmdastjórn til tveggja ára, um einn meðstjórnanda í framkvæmdastjórn til eins árs, um einn fulltrúa framhaldsskólanema til eins árs og um 12 miðstjórnarfulltrúa til eins árs í senn. Auk þeirra verður kosið um 4-6 varafulltrúa í miðstjórn og tvo skoðunarfulltrúa reikninga.

Framboð skulu berast á [email protected] og rennur framboðsfrestur út kl 13:00 á landsþingsdegi.

Við hvetjum öll áhugasöm til að bjóða sig fram 

Hjólastólaaðgengi er til staðar á Hallveigarstíg.

Hlökkum til að sjá ykkur!