Hallveigarstígur 1 - 101 Reykjvík

Spjallkaffi 60+ í Reykjavík

Spjallkaffi Samfylkingarinnar í Reykjavík 60+ verður á sínum stað miðvikudaginn 25. október kl. 10:00 - 12:00 í sal Samfylkingarinnar Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík.

Í tilefni 40 ára afmælis Kvennalistans verður gestur okkar að þessu sinni Kristín Jónsdóttir, sagnfræðingur. Kristín tók þátt í undirbúningi og stofnun Kvennaframboðs 1982 og Kvennalistans 1983. Kristín er einnig ritstjóri og stofnandi vefsins, kvennalistinn.is. Kristín fer yfir sögu Kvennalistans, tilurð og stefnumál.

Kvennalistinn var eitt af þeim stjórnmálaöflum sem stofnuðu Samfylkinguna     

Það verður heitt á könnunni og eitthvað með því. 

Verið öll velkomin!