Hótel Framtíð - Djúpavogi

Djúpivour: Opinn fundur með Kristrúnu og Loga

Allir velkomnir í spjall á Hótel Framtíð á Djúpavogi föstudaginn 3. nóvember kl. 12:00. Boðið verður upp á súpu! Á meðal gesta verða Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Logi Einarsson þingflokksformaður og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi.

Kristrún og Logi koma fyrst og fremst til að hlusta. Við viljum heyra hvað brennur á fólki á svæðinu og óskum eftir þinni rödd við borðið.

Samfylkingin kynnti á dögunum útspilið „Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum“ eftir hálfs árs málefnavinnu á því sviði og fjölda opinna funda um land allt. Atvinna og samgöngur eru næstu mál á dagskrá í metnaðarfullu málefnastarfi flokksins og því kjörið tækifæri að leggja orð í belg núna um atvinnu og samgöngur. En orðið verður frjálst og við hlökkum til að heyra hvert spjallið leiðir 

(Athugið að annar opinn fundur með Kristrúnu og Loga fer fram á Beljanda á Breiðdalsvík fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20:00.)