Víkingsheimilið, Safamýri 26 - 108 Reykjavík

Evrópusambandið - hvað er að frétta?

Nú eru um 10 ár frá því að umræður um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu, ESB, voru í deiglunni. Enn er rætt hvort möguleg aðild borgi sig fyrir Íslenska þjóð eða ekki?

Samfylkingarfélagið í Reykjavík og Alþjóðanefnd Samfylkingarinnar bjóða til opins fundar um Evrópumál, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 17:30 í veislusal Víkings í Safamýri 26.

Dagskrá:

Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður SffR, setur fundinn.

Pallborð:

  • Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ
  • Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður SÍS
  • Inger Erla Thomsen, meistaranemi í Evrópufræðum
  • Lilja Hrönn Hrannarsdóttir, forseti Ungs jafnaðarfólks
  • Magnús Árni Skjöld, varaþingmaður og dósent við Háskólann á Bifröst

Fundarstýra: Freyja Steingrímsdóttir.

Fundargestum gefst tækifæri til að spyrja þátttakendur í lok fundar.

Markmið fundarins er að varpa ljósi á kosti og galla þess að vera fullgildur meðlimur Evrópusambandsins og hvort nú sé komin upp staða í efnahagsmálum sem kallar á að viðræður hefjist á ný.

Fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.