Eyrarvegur 15 - Selfoss

Laugardagskaffi á Selfossi

Samfylkingin í Árborg og nágrenni stendur fyrir opnum fundum í Samfylkingarsalnum að Eyravegi 15 á Selfossi kl 11:00 annan hvern laugardag fram að jólafríi. 

Laugardagskaffi Samfylkingarinnar verður í Samfylkingarsalnum að Eyravegi 15 á Selfossi laugardag 4. nóvember og hefst kl. 11:00.

Gestur fundarins verður Friðjón Einarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.

Samfylkingin í Reykjanesbæ tók þátt í að rétta af fjárhag Reykjanesbæjar eftir langvarandi óstjórn og eignaútsölu Sjálfstæðisflokksins. Hvað var við að glíma? Hvernig var gert betur? 

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg, Arna Ír og Sigurjón Vídalín, ræða stöðu mála í Árborg.

Veitingar í boði. Félagar takið þátt og bjóðið gestum með.