Hallveigastaðir, Túngata 14

Jólaglögg og gleði SffR

Við fögnum komandi hátíðum með jólagleði SffR þriðjudaginn 12. desember kl. 19.30 á Hallveigarstöðum (ekki Hallveigarstíg), Kvennaheimilinu við Túngötu og Garðastræti, neðstu hæð.

Við heyrum höfunda lesa úr nýjum bókum:
Vilborg DavíðsdóttirLand næturinnar
Magnús Jochum PálssonMannakjöt
Sigmundur Ernir RúnarssonÍ stríði og friði fréttamennskunnar

Við gæðum okkur á glögg, gosvatni, kaffi og piparkökum, spjöllum saman og syngjum kannski eitt eða tvö jólalög. Jólaboðskapinn flytur Kristrún formaður, og Siggeir Ævarsson formaður Grindavíkurfélagsins segir okkur nýjustu tíðindi af afleiðingum náttúruhamfarana á Reykjanesskaga.

Hlökkum til að sjá ykkur – allt Samfylkingarfólk í Reykjavík velkomið.  

Sérstakir heiðursgestir erufélagar frá Grindavík.