Hallveigastaðir, Túngata 14

Jólaglögg og gleði SffR

Við fögnum komandi hátíðum með jólagleði SffR þriðjudaginn 12. desember kl. 19:30 á Hallveigarstöðum, (ekki Hallveigarstíg), kvennahúsinu við Túngötu og Garðastræti, neðstu hæð. Við fáum jólaboðskap frá Kristrúnu formanni, heyrum höfunda lesa úr nýjum bókum, gæðum okkur á glögg, gosvatni, kaffi og piparkökum, og spjöllum saman.

Öll í Reykjavík velkomin, hlökkum til að sjá ykkur.  

Sérstakir heiðursgestir: Félagar frá Grindavík.