Strandgötu 43 - Hafnarfirði

Eldsumbrot: Er Hafnarfjörður í hættu?

Opinn borgarafundur á vegum Samfylkingarinnar í Hafnarfirði klukkan 20:00 þriðjudaginn 23. janúar í Samfylkingarhúsinu í Hafnarfirði að Strandgötu 43.

Eldsumbrotin nærri Grindavík og alvarlegar afleiðingar fyrir íbúa og byggðina þar hafa kallað fram umræður um hættur annars staðar á Reykjanesskaga. Sérfræðingar hafa varað við hugsanlegum gosum annars staðar á skaganum og fræðafólk hefur bent á gömul gossvæði ofan Hafnarfjarðar sem gætu vaknað til lífsins. Áhættumat er í gangi og niðurstöður eru væntanlegar í vor.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur verður gestur fundarins. Viðtal við Ármann um möguleg eldsumbrot á Reykjanesskaga má sjá hér: https://www.visir.is/.../-erfidasta-svaedid-i-fram... .

Kaffi og kruðerí í boði og öll velkomin. Fáum upplýsingar og umræðu um þetta mikilvæga mál fyrir bæinn okkar.

Samfylkingin jafnaðarflokkur Íslands í Hafnarfirði.