Vigtin bakhúsi - Vestmannaeyjar

Eyjar: Opinn fundur um atvinnu og samgöngur

Opinn fundur um atvinnu og samgöngur í Vestmannaeyjum. Fundurinn verður í Vigtinni bakhúsi þriðjudaginn 13. febrúar kl. 17:30.

Á meðal gesta verða Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður sem koma til að heyra hvað helst brennur á heimamönnum.

Hvernig vilt þú sjá atvinnu og samgöngur þróast í Eyjum og á Íslandi öllu?

Við viljum fá þig með í samtalið.