Sveinatunga Garðatorgi 7 - Garðabæ

Opinn fundur um leikskólamál

Samfylkingarfélögin í Kraganum standa fyrir opnum fundi um málefni leikskóla, fundurinn er haldinn þriðjudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í Sveinatungu á Garðatorgi 7 í Garðabæ.

Á fundinum verður fjallað um málefni leikskóla og sveitarfélaga, þ.á.m. mönnunarvanda innan veggja leikskóla, styttingu vinnuvikunnar, opnunartíma leikskóla o.s.frv. Kjörnir fulltrúar frá hverju sveitarfélagi í Kraganum ræða málin við gesti fundarins.

Fundurinn er opinmn öllum og við hlökkum til að sjá ykkur.

Aðildarfélög Samfylkingarinnar í Kraganum.

Megum við nota Google Analytics og Facebook Pixel til að safna upplýsingum um heimsóknina þína?

Lesa meira