Selfoss: Opinn fundur um atvinnu og samgöngur
Opinn fundur um atvinnu og samgöngur í Samfylkingarsalnum á Eyravegi 15 á Selfossi. Fundurinn verður miðvikudaginn 14. febrúar kl. 17:00.
Á meðal gesta verða Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Oddný G. Harðardóttir oddviti flokksins í Suðurkjördæmi og Kristján Þórður Snæbjarnarson, fulltrúi úr stýrihópi flokksins um atvinnu og samgöngur. Öllum er velkomið að koma og taka þátt í samtalinu.
Hvernig vilt þú sjá atvinnu og samgöngur þróast á Selfossi og á Íslandi öllu?
Við viljum fá þig með í samtalið.