Samstöðusalurinn

Iðnó: Opinn fundur um atvinnu og samgöngur

Samfylkingin heldur opinn fund um atvinnu og samgöngur, laugardaginn 23. mars, í Iðnó í Reykjavík. Á meðal gesta verða Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður, Arna Lára Jónsdóttir og Margrét Kristmannsdóttir úr stýrihópi flokksins um atvinnu og samgöngur. Öllum er velkomið að koma og taka þátt í samtalinu.

Boðið verður upp á léttar veitingar og fólki er auðvitað frjálst að koma inn í einstaka dagskrárliði en sleppa öðrum.

Dagskrá:
Kl. 10:00 — Atvinnustefna og vinnumarkaðsmál
Kl. 11:00 — Auðlindastefna og orkumál
Kl. 12:00 — Samgöngumál

Hvernig vilt þú sjá atvinnu og samgöngur þróast á höfuðborgarsvæðinu og á Íslandi öllu? Við viljum fá þig með í samtalið.