Þverholt 3 - Mosfellsbær

Einkavæðing ellinnar

Samfylkingarfélögin í Kraganum standa fyrir opnum fundi um málefni aldraðra innan sinna sveitarfélaga.

Rætt verður um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, þjónustu sveitarfélaga við aldraða og margt fleira áhugavert tengt málaflokknum.

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður og nefndarmaður í velferðarnefnd opnar fundinn á stuttu erindi um stöðu aldraðra á Íslandi í dag. Í framhaldinu mun Þórunn Sveinbjarnadóttir, þingmaður kjördæmisins, stýra pallborðsumræðum með fulltrúum sveitarfélaganna.  

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 9. apríl kl. 20, í húsnæði Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ að Þverholti 3. Heitt verður á könnunni og öll velkomin!

 

Stjórn kjördæmisráðs í Suðvesturkjördæmi.