Zoom

Fundur hjá málefnanefnd um loftslags- og umhverfismál

Verið velkomin á fund, fyrir félagsfólk Samfylkingarinnar, hjá málefnanefnd um loftslags- og umhverfismál.


Þriðjudaginn 30. apríl kl. 19:30 í fjarfundi á Zoom.
 
Umhverfis- og loftslagsnefnd Samfylkingarinnar boðar til fundar um stöðuna í loftslagsmálum þriðjudaginn 30. apríl klukkan 19:30 á Zoom. Fundurinn er liður í undirbúningi fyrir málefnastarf Samfylkingarinnar fyrir landsfund í haust. 

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands kemur á fundinn og fer yfir stöðuna í loftslagsmálum eins og hún blasir við honum. Árni hefur setið í Loftslagsráði fyrir hönd umhverfissamtaka frá stofnun ráðsins og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á umhverfis- og loftslagsmálum. 

Auður Alfa Ólafsdóttir, formaður nefndarinnar, stýrir fundinum og fer í byrjun fundar yfir stöðu losunar gróðurhúsalofttegunda sem íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á að draga úr og helstu atriði aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Auður hefur setið í Loftslagsráði frá árinu 2021 fyrir hönd Alþýðusambands Íslands þar sem hún starfar sem sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum. 

Góður tími verður gefinn í spurningar og umræður á fundinum og við hvetjum öll sem áhuga á málaflokknum og hafa tök á til að mæta.  

Zoom hlekkur

https://us06web.zoom.us/j/87567469358

Meeting ID: 875 6746 9358
 
Hlökkum til að sjá sem flest!