Opinn fundur um nýja kjarasamninga ASÍ

Rósin, Þjóðvaki og Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur standa fyrir opnum súpufundi fyrir allt jafnaðarfólk, laugardaginn 6.apríl klukkan 12:00 á Kastalakaffi í húsakynnum Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72.
Nýr kjarasamningur ASÍ verður til umræðu, Stefán Ólafsson hagfræðingur og sérfræðingur Eflingar situr fyrir svörum um samninginn og annað sem brennur á gestum.
Fundarstjóri er Kristín Erna Arnardóttir og Guðmundur Ingi Þóroddsson.
Kaffi og te í boði og hægt er að kaupa súpu og brauð fyrir 990 kr. á staðnum.