Hallveigarstígur 1

Fundir málefnanefnda

Þann 11. og 25. maí verða vinnufundir málefnanefnda fyrir félaga í Samfylkingunni á Hallveigarstíg. Fundirnir marka upphaf á rýni á stefnu flokksins sem afgreidd var á síðasta landsfundi eftir tveggja ára heildarendurskoðun.

Á fundunum í maí munum við skoða stefnu Samfylkingarinnar og safna athugasemdum frá flokksfélögum um hvað við teljum nauðsynlegt að uppfæra og endurskoða. Öllum athugasemdum verður safnað saman og nýttar við endurskoðun á stefnunni. Drög að uppfærðri stefnu verður svo kynnt á vinnufundi málefnanefnda í ágúst áður en nefndin sendir vinnuna frá sér til stjórnar. Stjórn sendir svo tillögurnar á aðildarfélögin sem hafa tækifæri á að rýna tillögurnar sem verða að lokum lagðar fyrir og afgreiddar á landsfundi.

Hér er að finna dagskrá nefndanna þann 11. maí og skráningarblað. 


10:00 til 12:00

  • Efnahags- og atvinnumál
  • Alþjóðamál

12:00-12:30 - Hádegismatur

12:30-14:30

  • Loftslags- og umhverfismál
  • Velferðarmál

14:30-16:30

  • Mennta- og menningarmál
  • Stjórnarfar og mannréttindamál


Við hvetjum öll til að taka þátt í að þróa stefnu flokksins.

Dagskrá og skráning fyrir 25. maí verður send út síðar ásamt dagsetningum á fjarfundum málefnanefndanna. Á dagskrá þeirra funda verður vinna í sömu málefnanefndum og gefst flokksfélögum því tækifæri á að mæta í allar nefndir.