Strandgata 43 - Hafnarfirði

Fundur hjá málefnanefnd um stjórnarfar og mannréttindamál

Verið velkomin á fund, fyrir félagsfólk Samfylkingarinnar, hjá málefnanefnd um stjórnarfar og mannréttindamál. 


Fimmtudaginn 2. maí kl. 20:00 í húsi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Strandgötu 43.
 
Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar 20. apríl sl. var greint frá fyrirhuguðum fundum allra málefnahópa þar sem núverandi stefna flokksins verður skoðuð með það fyrir augum að vera upplegg fyrir gerð stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 

Tengiliðum stjórnar í öllum málefnanefndum hefur verið falið að bera ábyrgð á einstökum köflum stefnunnar. Fundirnir verða haldnir þann 11. og 25. maí nk. og auglýstir nánar síðar. 
 
Fundurinn á fimmtudaginn hefur það markmið að kynna fundina í maí og kanna jafnframt hvaða einstöku mál flokksfólk hefur áhuga á að ræða nánar innan málaflokksins Stjórnarfar og mannréttindamál. Nú þegar hefur verið rætt að halda fundi þar sem flokksfólki gefst kostur á að fara í saumana á einstökum málum sbr. málefni innflytjenda og flóttafólks, mennta- og atvinnumál fólks með erlendan bakgrunn, hatursorðræðu og fleira. Umræðan mun fara með aðkomu fólks sem hefur sérþekkingu og reynslu af einstökum málum á meðan tilgangur fundanna er að gefa flokksfólki tækifæri til að kynna sér mál betur og leggja að mörkum í umræðunni og stefnumörkun um málaflokkinn. 
 
Nesti með fundarboðinu er: 
 


Magnea Marinósdóttir, tengiliður stjórnar í málaflokknum Stjórnarfar og mannréttindamál, mun halda utan um fundinn ásamt Stein Olav Romslo, fulltrúa í framkvæmdastjórn flokksins. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi allt að 1-2 klst. 
 
Hlökkum til að sjá sem flest!