Kastalakaffi - Suðurlandsbraut 72

Orkuþörf og náttúruvernd

Rósin, Þjóðvaki og Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur standa fyrir opnum súpufundi fyrir allt jafnaðarfólk, laugardaginn 4. maí kl. 12:00 á Kastalakaffi í húsakynnum Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72.

Gestur fundarins er Tryggvi Felixson, auðlindahagfræðingur, sem mun ræða um orkuþörf náttuverndar.

Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um orku og náttúruvernd .

Boðið verður upp á te og kaffi og hægt er að kaupa súpu og brauð fyrir 990 kr. á staðnum.