Málefnafundur

Málefnanefndir Samfylkingarinnar boða til fundar miðvikudaginn 28. ágúst klukkan 19:30 þar sem farið verður yfir tillögu að uppfærðri stefnu Samfylkingarinnar sem unnin var út frá ábendingum flokksfélaga á vinnufundum síðastliðið vor. Ritstjórn hefur starfað í sumar ásamt formönnum málefnanefnda að tillögu að uppfærðri stefnu.
Á fundunum í maí skoðuðum við saman stefnu Samfylkingarinnar og söfnuðum athugasemdum frá flokksfélögum og voru þær notaðar við endurskoðunina. Drögin að uppfærðri stefnu verða send út á þau sem skrá sig á fundinn en á fundinum gefst tækifæri til að ræða drögin og leggja fram breytingartillögur.
Málefnanefndir vísa svo drögunum til stjórnar sem sendir þau til umsagnar í öll aðildarfélög Samfylkingarinnar áður þau verða tekin til afgreiðslu á landsfundi flokksins 15.-16. nóvember.
Við hvetjum allt Samfylkingarfólk til að taka þátt í fundinum með því að mæta á Hallveigarstíg eða í gegnum fjarfundarbúnað.