Sláturhúsið

Egilsstaðir: Fjölskyldu grill +samtal húsnæði og kjaramál

Fjölskyldugrill og samtal um húsnæði og kjaramál á Egilsstöðum. Verið öll velkomin í Sláturhúsið fimmtudaginn 5. september kl. 17:00-18:30. Boðið verður upp á skemmtun fyrir krakkana og líflegan leynigest.

Á meðal annarra gesta verða Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson þingmaður Norðausturkjördæmis, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs starfsgreinafélags Austurlands og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður. Þau Jóhann Páll og Hjördís Þóra eru fulltrúar í stýrihópi Samfylkingar um húsnæði og kjaramál.

Hvaða breytingar vilt þú í húsnæðis- og kjaramálum á Íslandi? Við viljum fá þig með í samtalið

* * *

Samfylkingin stendur fyrir samtali um húsnæði og kjaramál um land allt. Málefnastarf flokksins er nú með nýju sniði – heilbrigðismálin voru í forgrunni í fyrra, svo atvinna og samgöngur síðasta vetur og loks er komið að húsnæði og kjaramálum.

Fundirnir eru hugsaðir til að gefa fólki um land allt kost á að taka þátt í málefnastarfi Samfylkingar og leggja grunn að áherslum og forgangsröðun flokksins í veigamestu málaflokkum. Afraksturinn verður kynntur í væntanlegu útspili um húsnæði og kjaramál nú í haust.

* * *

Hér eru hlekkir á nýleg útspil Samfylkingar:
Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum – https://bit.ly/3y7dFPm
Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum – https://bit.ly/3UE77zJ

Og hér má finna upplýsingar um næstu fundi: www.facebook.com/samfylkingin/events