Félagsfundur um stefnudrög

Samfylkingin í Garðabæ heldur félagsfund á fimmtudaginn, 26. september, kl .20. Fundurinn verður í Safnaðarheimili Bessastaðasóknar, Brekkuskógum 1, Álftanesi.
Dagskrá:
- Kosning fulltrúa Samfylkingarinnar í Garðabæ á landsfund flokksins í nóbember 2024.
- Málefnatillögur frá stjórn Samfylkingarinnar.
- Önnur mál
Stjórn félagsins býður þeim sem hafa áhuga á að verða fulltrúar félagsins á landsfundinum að senda netpóst á [email protected] eða á formann félagsins, á [email protected]. Stjórninni hafa borist nokkrar óskir um landsfundarsæti en frestur til að gefa kost á sér er til kl. 20 á fimmtudaginn 26.9.
Málefnatillögur stjórnar flokksins fylgja þessum pósti. Vinsamlega lesið vel yfir fyrir fundinn. Við munum á fundinum fara yfir einn kafla í einu, ræða hann og kanna hvort félagið vilji gera breytingatllögur við tillögurnar eins og þær liggja nú fyrir.