Félagsfundur um stefnudrög

Samfylkingarfélagið á Vestfjörðum verður með fund um stefnudrög Samfylkingarinnar fimmtudaginn 26. september kl. 20:00 í Vestrahúsinu við Suðurgötu á Ísafirði, gengið er inn hjá Háskólasetrinu. Fundurinn verður einnig í fjarfundi (hlekkur fyrir neðan)
Á fundinum gefst ykkur tækifæri til að koma með breytingatillögur sem félagsfundurinn kýs svo um. Hljóti tillögur meirihluta á fundinum verða þær sendar til stjórnar og verða til umræðu og afgreiðslu á landsfundi. Tillögur sem ekki hljóta meirihluta á fundinum geta einstaklingar sent frá sér í eigin nafni til stjórnar, eigi síðar en 17. október kl. 23.59.
Aðeins tillögur sem berast fyrir þennan tíma, 17. okt. kl. 23.59, verða til umfjöllunar á landsfundi. Ekki verður hægt að bera upp nýjar tillögur í málefnanefndum á landsfundi.
Fundargögn eiga að hafa borist skráðum félögum á Vestfjörðum, með uppgefið netfang, í tölvupósti, hafir þú ekki fengið tölvupóstinn vinsamlegast sendu erindi á [email protected] .