Allsherjarfundur Samfylkingarfélaganna í Reykjavík

Allsherjarfundur Samfylkingarfélaganna í Reykjavík verður haldinn nk. laugardag 26. október kl. 11 í Þróttaraheimilinu í Laugardal.
Samkvæmt lögum Fulltrúaráðsins í Reykjavík er það á valdi allsherjarfundar að staðfesta framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður sem uppstillingarnefnd hefur unnið að.
Dagskrá
- Kynnt og borin undir fundinn tillaga uppstillingarnefndar að framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður
- Kosningabaráttan framundan.