Bústaðakirkja

Grindvíkingar á höfuðborgarsvæðinu: Samtal um Grindavík, húsnæði og kjaramál

Verið öll velkomin í safnaðarheimili Bústaðakirkju í Reykjavík þriðjudaginn 1. október kl. 20:00.

Á meðal gesta verða Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar, Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, Oddný G. Harðardóttir þingmaður Suðurkjördæmis og aðrir þingmenn.

Samfylkingin stendur fyrir samtali um húsnæði og kjaramál um land allt. Á Suðurnesjum höfum við efnt til opinna funda í Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum en því miður getum við ekki tekið samtalið í Grindavík að þessu sinni. Þess í stað bjóðum við Grindvíkingum á höfuðborgarsvæðinu til sérfundar um þau málefni sem helst brenna á.

Hvaða breytingar vilt þú í húsnæðis- og kjaramálum á Íslandi? Við viljum fá þig með í samtalið 🌹