Mosfellsbær: Laugardagskaffi og málefnafundur
Samfylkingarfélagið Í Mosfellsbæ verður með fund um stefnudrög Samfylkingarinnar laugardaginn 5. október kl. 11:00. Byrjum fundinn á að fara yfir bæjarmálin og einhendum okkur svo í stefnudrögin. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður okkar í Suðvestur kjördæmi verður gestur fundarins.
Á fundinum gefst ykkur tækifæri til að koma með breytingatillögur sem félagsfundurinn kýs svo um. Hljóti tillögur meirihluta á fundinum verða þær sendar til stjórnar og verða til umræðu og afgreiðslu á landsfundi. Tillögur sem ekki hljóta meirihluta á fundinum geta einstaklingar sent frá sér í eigin nafni til stjórnar, eigi síðar en 17. október kl. 23.59.
Aðeins tillögur sem berast fyrir þennan tíma, 17. okt. kl. 23.59, verða til umfjöllunar á landsfundi. Ekki verður hægt að bera upp nýjar tillögur í málefnanefndum á landsfundi.
Vinsamlegast notið sniðmátið sem fylgir með þessum tölvupósti til að senda inn breytingatillögur.
Tillögurnar sem félagsfundurinn samþykkir verða svo birtar á heimasíðunni þar sem öllum gefst tækifæri til að kynna sér þær fyrir landsfundinn.