Reykjavík: Málefnafundur - velferðarmál & mannréttindum og stjórnarfari.
SffR boðar til umræðufunda um drög að stefnu Samfylkingarinnar sem tekin verður til afgreiðslu á landsfundi.
Miðvikudaginn 2. október kl. 18:00 - 19:30 verður fjallað um velferðarmál og síðar sama kvöld kl. 20:00 - 21:00 er boðað til samskonar fundar um stefnu í mannréttindum og stjórnarfari.
Fundarmenn eru hvattir til að kynna sér stefnudrögin áður en að fundinum kemur, sjá hér.
Á fundinum verða rædd þau atriði í stefnunni sem fundarmenn kjósa helst og rituð fundargerð um umræðurnar. Aðildarfélög flokksins og einstakir flokksmenn geta lagt fram ályktunartillögur og breytingartillögur við stefnudrögin og skal þeim skilað fyrir 18. október til framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Takið þátt í stefnuumræðunni fyrir landsfund í upphafi kosningavetrar ‒ Höfum áhrif á stefnu Samfylkingarinnar !
Enn er hægt að skrá sig sem landsfundarfulltrúa en hægt er að skrá sig hér.