Mika veitingastaður

Reykholt: Súpufundur um húsnæði og kjaramál

Verið öll velkomin á Mika veitingahús í Reykholti fimmtudaginn 3. október kl. 12:00.

Boðið verður upp á rjúkandi og ljúffenga súpu. Á meðal gesta verða Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Suðurkjördæmis.

Hvaða breytingar vilt þú í húsnæðis- og kjaramálum á Íslandi? Við viljum fá þig með í samtalið 🌹

* * *

Samfylkingin stendur fyrir samtali um húsnæði og kjaramál um land allt. Málefnastarf flokksins er nú með nýju sniði – heilbrigðismálin voru í forgrunni í fyrra, svo atvinna og samgöngur síðasta vetur og loks er komið að húsnæði og kjaramálum.

Fundirnir eru hugsaðir til að gefa fólki um land allt kost á að taka þátt í málefnastarfi Samfylkingar og leggja grunn að áherslum og forgangsröðun flokksins í veigamestu málaflokkum. Afraksturinn verður kynntur í væntanlegu útspili um húsnæði og kjaramál nú í haust.

* * *

Hér eru hlekkir á nýleg útspil Samfylkingar:

Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum – https://bit.ly/3y7dFPm

Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum – https://bit.ly/3UE77zJ

Og hér má finna upplýsingar um næstu fundi: www.facebook.com/samfylkingin/events