Suðvestur: Kjördæmisráðsfundur

Boðað er til fundar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fimmtudaginn 17. október kl. 20:00 í Samfylkingarhúsinu í Hafnarfirði á Strandgötu 43. Efni fundarins er ákvörðun um aðferð við val á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í næstu Alþingiskosningum.
Kosið verður um tillögu stjórnar kjördæmisráðs og er tillagan eftirfarandi:
Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi leggur til uppstillingu og að raðað verði á framboðslista af sérkjörinni uppstillinganefnd. Stjórn ráðsins leggur til að í uppstillingarnefnd sitji þeir sömu fimm fulltrúar og sitja í stjórn ráðsins. Að lokum leggur stjórn ráðsins til að listinn sé paralisti.
Fundarfólk getur lagt fram aðrar tillögur á fundinum um leið við val á framboðslista og um þær verður kosið á fundinum ásamt tillögu stjórnar.
Ráðgert er að annar fundur kjördæmisráðs verði laugardaginn 26. október kl. 12:00 til þess að staðfesta listann, hann verður boðaður síðar.