Strandgata 43 - Hafnarfirði

Suðvestur: Kjördæmisráðsfundur

Boðað er til fundar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi laugardaginn 26. október kl. 12:00 að hádegi í Samfylkingarhúsinu í Hafnarfirði á Strandgötu 43.

Efni fundarins er tillaga uppstillingarnefndar á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Á fundinum verður kosið um tillögu uppstillingarnefndar.

Öll skráð í Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi eru velkomin á fundinn.