Vestfirðir: Framhalds félagsfundur um stefnudrög
Samfylkingarfélagið á Vestfjörðum verður með fund um stefnudrög Samfylkingarinnar miðvikudaginn 9. október kl. 18:00 í Vestrahúsinu við Suðurgötu á Ísafirði, gengið er inn hjá Háskólasetrinu. Fundurinn verður einnig í fjarfundi
Join Zoom Meeting
https://us06web.zoom.us/j/81593073577
Meeting ID: 815 9307 3577
Skráning landsfundarfulltrúa á Vestfjörðum:
https://forms.gle/zZ7fMC89zroSHwZj9
Á fundinum gefst ykkur tækifæri til að koma með breytingatillögur sem félagsfundurinn kýs svo um. Hljóti tillögur meirihluta á fundinum verða þær sendar til stjórnar og verða til umræðu og afgreiðslu á landsfundi. Tillögur sem ekki hljóta meirihluta á fundinum geta einstaklingar sent frá sér í eigin nafni til stjórnar, eigi síðar en 17. október kl. 23.59.
Aðeins tillögur sem berast fyrir þennan tíma, 17. okt. kl. 23.59, verða til umfjöllunar á landsfundi. Ekki verður hægt að bera upp nýjar tillögur í málefnanefndum á landsfundi.
Fundargögn eiga að hafa borist skráðum félögum á Vestfjörðum, með uppgefið netfang, í tölvupósti en einnig er að finna gögn sem liggja fyrir hér: https://xs.is/landsfundur2024