Kragabarsvar á Nesinu

Samfylkingin í Kraganum heldur barsvar á Rauða ljóninu á Seltjarnarnesi kl. 20:00 fimmtudaginn 14. nóvember.
Spyrlar verða af dýrari týpunni og úr efstu hillu en Seltirningurinn Guðmundur Ari Sigurjónsson og Hafnfirðingurinn Tryggvi Rafnsson ætla að spyrja okkur um allt milli himins og jarðar.
Kaldur á krana í boði XS í Kraganum í upphafi kvölds!
Öll velkomin og sjáumst hress.