Strandgata 43 - Hafnarfirði

Geðveikt kvöld í Kraganum

Samfylkingin í Kraganum stendur fyrir viðburði um geðheilbrigðismál fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17:30 í Samfylkingarhúsinu í Hafnarfirði, á Strandgötu 43.

Á fundinum ætlum við að eiga spjall um geðheilbrigðismál, sjónum okkar verður sérstaklega beint að geðheilbrigðiskerfinu okkar og geðheilbrigði ungs fólks.

Sálfræðingarnir Elín Anna Baldursdóttir (í 23. sæti á lista XS í Kraganum) og Sævar Már Gústavsson (í 14. sæti á lista XS í Kraganum) stýra umræðum og á fundinum taka m.a. til máls Alma D. Möller landlæknir og oddviti XS í Kraganum og Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins headspace (í 4. sæti á lista XS í Reykjarvík suður).

Viðburðurinn stendur til kl. 19:00 og eftir það verður gestum boðið upp á að taka rútu á Rauða ljónið á Seltjarnarnesi þar sem barsvar í boði XS í Kraganum hefst kl. 20:00.