Salka - félagsmiðstöð fólksins

Kaffi fyrir eldra fólk á Akureyri

Samfylkingin býður eldra fólki í kaffi í Sölku - félagsmiðstöð fólksins á Akureyri laugardaginn 16. nóvember kl 13.

Boðið verður upp á kaffi, ljúffengar rjómapönnukökur og lifandi tónlist.

Á fundinum munu frambjóðendur Samfylkingarinnar þau Alma Möller, Logi Einarsson og Eydís Ásbjörnsdóttir taka á móti gestum og ræða málefnin fyrir komandi kosningar.

Við viljum endilega sjá sem flest, heyra hvað skiptir fólk máli og kynna helstu áherslur Samfylkingarinnar.

Öll velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur!